Síðustu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 liggja fyrir en um er að ræða tilnefningar í flokkunum Nýliðaplata ársins, Bjartasta vonin, Tónlistarmyndband ársins og Plötuumslag ársins.
Almenningur getur tekið þátt í valinu á Nýliðaplötu ársins og Björtustu voninni á vef RÚV.
Þá hefur þriggja manna fagdómnefnd tilnefnt bestu plötuumslög og tónlistarmyndbönd ársins.
Þau Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona, myndlistarmaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Goddur og tónlistarmaðurinn Dr. Gunni sáu um að tilnefna plötuumslög ársins og tónlistarmyndbönd ársins líkt og undanfarin tvö ár. Verðlaunin verða veitt í Hörpu, föstudaginn 20. febrúar en sýnt verður beint frá afhendingunni á RÚV.
Bjartasta vonin í poppi og rokki:
Júníus Meyvant
Amabadama
Máni Orrason
Vio
Nýliðaplata ársins í boði Coca Cola:
Hekla Magnúsdóttir - Hekla
Russian Girls - Old Stories
Young Karin - n1
Plötuumslag ársins:
Gus Gus - Mexico - Hönnuður: Alex Czetwertynski
Kippi Kanínus - Temperaments - Hönnuðir: Inga og Orri
My Bubba - Goes Abroader - Hönnuður: My Bubba
Prins Póló - Sorrí - Hönnuður: Svavar Pétur Eysteinsson
Úlfur Kolka - Borgaraleg óhlýðni - Hönnuður: Maria Herreros
Tónlistarmyndband ársins:
Dísa - Stones - Leikstjóri: Máni M. Sigfússon
FM Belfast - Brighter Days - Magnús Leifsson
Mammút - Þau svæfa - Leikstjórar: Sunneva Ása Weisshappel og Katrína Mogensen
Rökkurró - The Backbone - Leikstjórar: Sunneva Ása Weisshappel og Anni Ólafsdóttir
Úlfur Úlfur - Tarantúlur - Leikstjóri: Magnús Leifsson

