Fengið heilahristing og marbletti en óttast aldrei bardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ingibjörg Erla Grétarsdóttir með uppskeruna á síðustu fimm Norðurlandamótum. vísir/Ernir Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, nýkrýndur Norðurlandameistari í taekwondo í fimmta sinn, hækkaði sig upp um þyngdarflokk fyrir Norðurlandamótið í Noregi um helgina en það kom ekki í veg fyrir að hún fagnaði sínu fimmta NM-gulli fyrir tvítugt. „Ég er mjög sátt og líka með það að það gekk öllum mjög vel á mótinu,“ segir Ingibjörg Erla en hvernig fór hún að þessu? „Ég er bara með mjög gott fólk í kringum mig og æfi vel,“ segir Ingibjörg Erla og það er svolítið að heyra á henni að þetta hafi verið svona dálítið það sama og venjulega.Með mikla reynslu „Þessi var ekkert öðruvísi hjá mér en hinir fjórir. Þetta er búið að vera svipað. Ég er búin að keppa á Norðurlandamótinu síðan 2008 og er því komin með mjög mikla reynslu á þessu móti,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur keppt á mótinu síðan hún var þrettán ára. Hún vann fyrsta titilinn í unglingaflokki en hina í fullorðinsflokki. „Það eru alveg tíu til fimmtán ár eftir og vonandi verða Norðurlandameistaratitlarnir margir hjá mér,“ segir Ingibjörg létt og það er að heyra á henni að hún er bara rétt að byrja á sínum taekwondo-ferli. Ingibjörg Erla vann norska stelpu í úrslitaleiknum og hefndi þar fyrir aðra íslenska stelpu sem sú norska hafði slegið út í undanúrslitunum.vísir/ernirFærði sig upp um þyngdarflokk „Ég var að keppa í þyngdinni fyrir ofan mig þannig að ég hef aldrei keppt á móti þessari áður. Þessar stelpur voru aðeins þyngri en ég en það munaði samt ekki miklu,“ sagði Ingibjörg Erla sem keppti nú í -62 kíló flokknum í stað -57 kílóa flokknum áður. „Það er engin ástæða nema kannski að ég hafi verið feitbolla eftir jólin, segir Ingibjörg í miklu meira gríni en alvöru. Ingibjörg Erla tekur undir það að það þurfi hugrekki í þetta sport. „Hugrekkið er mikilvægur kostur. Það hrjáir marga að vera mjög stressaðir. Ég er frekar andlega sterk á mótum. Ég hef aldrei fundið fyrir stressi og það finnst sumum svolítið skrýtið,“ segir Ingibjörg Erla létt. Hún kvartar ekki undan höggunum sem hún fær. „Þetta venst. Það er alveg eðlilegt að fá nokkra marbletti,“ segir Ingibjörg en hefur hún sloppið við stór meiðsli? „Ég hef fengið heilahristing einu sinni og aðeins meitt mig í ökklum og hnjám en ekkert alvarlegt. Við erum í það miklum hlífum þannig að maður er aldrei að slasa sig mikið. Það er rosalega lítið slysahætta í þessu sporti,“ segir Ingibjörg.vísir/ernirEn af hverju fór hún í taekwondo á sínum tíma? „Ég sá sýningu þegar ég var sjö eða átta ára og fannst þetta svo flott að mig langaði að stunda þetta líka. Ég fann mig í þessu strax á fyrstu æfingunni,“ segir Ingibjörg Erla sem hefur prófað margar íþróttir en aldrei fundið sig nema í taekwondo. Ingibjörg Erla býr í Kópavogi, keppir fyrir Selfoss og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. En af hverju keppir hún fyrir Selfoss? „Það er bara besta liðið,“ segir hún án þess að hika en Ingibjörg hefur keppt fyrir Selfoss frá 2011. Ingibjörgu dreymir um Ólympíuleika en viðurkennir að hún sé svolítið langt frá þeim draumi ennþá. Erfitt að komast á ÓL „Ég stefni alveg á það að komast á Ólympíuleika en það verður mjög erfitt því maður þarf að safna það mörgum stigum á mótum sem gefa slík stig. Ég ætla allavega að reyna að ná eins mörgum stigum og ég get á þessu ári og svo sjáum við bara til,“ segir Ingibjörg Erla að lokum. Ingibjörg Erla var ekki sú eina sem varð Norðurlandameistari því það urðu einnig Ástrós Brynjarsdóttir, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Jens Pétursson og Gunnar Snorri Svanþórsson.vísir/ernir Íþróttir Tengdar fréttir Söfnuðu gulli í Þrándheimi Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. 3. febrúar 2015 18:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Sjá meira
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, nýkrýndur Norðurlandameistari í taekwondo í fimmta sinn, hækkaði sig upp um þyngdarflokk fyrir Norðurlandamótið í Noregi um helgina en það kom ekki í veg fyrir að hún fagnaði sínu fimmta NM-gulli fyrir tvítugt. „Ég er mjög sátt og líka með það að það gekk öllum mjög vel á mótinu,“ segir Ingibjörg Erla en hvernig fór hún að þessu? „Ég er bara með mjög gott fólk í kringum mig og æfi vel,“ segir Ingibjörg Erla og það er svolítið að heyra á henni að þetta hafi verið svona dálítið það sama og venjulega.Með mikla reynslu „Þessi var ekkert öðruvísi hjá mér en hinir fjórir. Þetta er búið að vera svipað. Ég er búin að keppa á Norðurlandamótinu síðan 2008 og er því komin með mjög mikla reynslu á þessu móti,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur keppt á mótinu síðan hún var þrettán ára. Hún vann fyrsta titilinn í unglingaflokki en hina í fullorðinsflokki. „Það eru alveg tíu til fimmtán ár eftir og vonandi verða Norðurlandameistaratitlarnir margir hjá mér,“ segir Ingibjörg létt og það er að heyra á henni að hún er bara rétt að byrja á sínum taekwondo-ferli. Ingibjörg Erla vann norska stelpu í úrslitaleiknum og hefndi þar fyrir aðra íslenska stelpu sem sú norska hafði slegið út í undanúrslitunum.vísir/ernirFærði sig upp um þyngdarflokk „Ég var að keppa í þyngdinni fyrir ofan mig þannig að ég hef aldrei keppt á móti þessari áður. Þessar stelpur voru aðeins þyngri en ég en það munaði samt ekki miklu,“ sagði Ingibjörg Erla sem keppti nú í -62 kíló flokknum í stað -57 kílóa flokknum áður. „Það er engin ástæða nema kannski að ég hafi verið feitbolla eftir jólin, segir Ingibjörg í miklu meira gríni en alvöru. Ingibjörg Erla tekur undir það að það þurfi hugrekki í þetta sport. „Hugrekkið er mikilvægur kostur. Það hrjáir marga að vera mjög stressaðir. Ég er frekar andlega sterk á mótum. Ég hef aldrei fundið fyrir stressi og það finnst sumum svolítið skrýtið,“ segir Ingibjörg Erla létt. Hún kvartar ekki undan höggunum sem hún fær. „Þetta venst. Það er alveg eðlilegt að fá nokkra marbletti,“ segir Ingibjörg en hefur hún sloppið við stór meiðsli? „Ég hef fengið heilahristing einu sinni og aðeins meitt mig í ökklum og hnjám en ekkert alvarlegt. Við erum í það miklum hlífum þannig að maður er aldrei að slasa sig mikið. Það er rosalega lítið slysahætta í þessu sporti,“ segir Ingibjörg.vísir/ernirEn af hverju fór hún í taekwondo á sínum tíma? „Ég sá sýningu þegar ég var sjö eða átta ára og fannst þetta svo flott að mig langaði að stunda þetta líka. Ég fann mig í þessu strax á fyrstu æfingunni,“ segir Ingibjörg Erla sem hefur prófað margar íþróttir en aldrei fundið sig nema í taekwondo. Ingibjörg Erla býr í Kópavogi, keppir fyrir Selfoss og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. En af hverju keppir hún fyrir Selfoss? „Það er bara besta liðið,“ segir hún án þess að hika en Ingibjörg hefur keppt fyrir Selfoss frá 2011. Ingibjörgu dreymir um Ólympíuleika en viðurkennir að hún sé svolítið langt frá þeim draumi ennþá. Erfitt að komast á ÓL „Ég stefni alveg á það að komast á Ólympíuleika en það verður mjög erfitt því maður þarf að safna það mörgum stigum á mótum sem gefa slík stig. Ég ætla allavega að reyna að ná eins mörgum stigum og ég get á þessu ári og svo sjáum við bara til,“ segir Ingibjörg Erla að lokum. Ingibjörg Erla var ekki sú eina sem varð Norðurlandameistari því það urðu einnig Ástrós Brynjarsdóttir, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Jens Pétursson og Gunnar Snorri Svanþórsson.vísir/ernir
Íþróttir Tengdar fréttir Söfnuðu gulli í Þrándheimi Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. 3. febrúar 2015 18:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Sjá meira
Söfnuðu gulli í Þrándheimi Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. 3. febrúar 2015 18:30