Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun