
Aldraðir hafa verið hlunnfarnir
Hækka þarf lífeyri um 20 prósent
Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.
Verða loforðin svikin?
Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar