Aron Kristjáns: Það verður öllu fórnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 06:30 Aron og strákarnir eru úr leik með tapi. vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00