Aron Kristjáns: Það verður öllu fórnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 06:30 Aron og strákarnir eru úr leik með tapi. vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti