Læknasamningarnir gerðir við sérstakar aðstæður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Undirritun yfirlýsingarinnar. Þorbjörn Jónsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og Kristín Huld Haraldsdóttir. Fréttablaðið/Viktoría Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira