Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 21:20 vísir/stefán/vilhelm A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5 Íþróttir Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira