Eygló Ósk: Ætla að leyfa þessu að koma mér á óvart aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 23:13 Eygló (lengst til hægri) átti frábært ár í lauginni. vísir/afp Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015. Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015.
Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira