Eygló Ósk: Ætla að leyfa þessu að koma mér á óvart aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 23:13 Eygló (lengst til hægri) átti frábært ár í lauginni. vísir/afp Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015. Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira
Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015.
Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira