Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:58 Justin Bieber við Seljalandsfoss. vísir „Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist