Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. desember 2015 07:00 Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira