Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. desember 2015 07:00 Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira