Innlent

Enginn til útlanda og enginn til Íslands á jóladag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um árabil hefur flug legið niðri á Íslandi á jóladag að frátöldu árinu í fyrra þegar flugvél easyJet frá Genf lenti um kaffileytið.
Um árabil hefur flug legið niðri á Íslandi á jóladag að frátöldu árinu í fyrra þegar flugvél easyJet frá Genf lenti um kaffileytið. Vísir/Stefán
Hvorki er hægt að fljúga til eða frá Íslandi á jóladag því engar ferðir eru á áætlun Keflavíkurflugvallar. Sömu sögu er að segja frá flugvöllunum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum að því er fram kemur í samantekt Túrista.is.

Frá flughöfnum nágrannalandanna eru hins vegar boðið upp á millilanda- og innanlandsflug í dag. Samgöngurnar til útlanda takmarkast ekki við stærstu flughafnir höfuðborganna því frá minni flugvöllum, til að mynda Bergen, Billund og Gautaborg, er einnig flogið til áfangastaða í útlöndum á jóladag.

Um árabil hefur flug legið niðri á Íslandi á jóladag að frátöldu árinu í fyrra þegar flugvél easyJet frá Genf lenti um kaffileytið. Það var eina ferð dagsins og þurfti að opna Flugstöð Leifs Eiríkssonar sérstaklega til að afgreiða farþegana um borð.

easyJet gerir hins vegar hlé á Íslandsflugi sínu í dag og sömu sögu er að segja um önnur erlend flugfélag, til að mynda British Airways og SAS, sem hefðu samkvæmt áætlun átt að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×