Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Bjarki Ármannsson skrifar 27. desember 2015 18:31 Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. Vísir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07