69 blaðamenn létu lífið við störf á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 11:53 Tólf manns létu lífið í árásinni á Charlie Hebdo og þar af átta, sem skilgreindir eru sem blaða- eða fréttamenn. Vísir/EPA Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu. Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu.
Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira