69 blaðamenn létu lífið við störf á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 11:53 Tólf manns létu lífið í árásinni á Charlie Hebdo og þar af átta, sem skilgreindir eru sem blaða- eða fréttamenn. Vísir/EPA Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu. Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu.
Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira