Sprengisandur leitar að stjórnmálamanni ársins og leitar til hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis.
Sigurjón M. Egilsson verður með áramótaþátt á Sprengisandi á Bylgjunni næsta sunnudag. Farið verður yfir það sem var gert og það sem var ekki gert á árinu 2015.
Það er spennandi ár í vændum í pólitískum skilningi; forsetakosningar, stjórnarskrárbreytingar og margt fleira. Þá leitast Sigurjón við að svara spurningunni um hvernig stjórnmálaflokkarnir eiga eftir að vinna á nýju ári.
Margt góðra gesta verður í þættinum.
Þá verður stjórnmálamaður ársins 2015 tilkynntur. Til að taka þátt í valinu velur þú þann sem þér fannst skara framúr ár því ári sem er að líða hér.
Stjórnmálamaður ársins valinn á Sprengisandi
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
