Lét ekkert stoppa sig og tók hliðið með sér í markið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 17:15 Christof Innerhofer. Vísir/Getty Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015
Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira