„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:47 Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vísir Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“ Alþingi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“
Alþingi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira