Myndin fjallar í raun um fyrirbrigðið að landa fiski. Keep Frozen er kvikmynd um mannsandann, um það að sigrast á sjálfum sér. Hver einasta löndun krefst gríðarlegrar skipulagningar, vinnu og færni sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að ímynda sér.
Talsvert hefur verið fjallað um hetjudáðir sjómanna í íslenskri menningu. Nú langar forsvarsmönnum kvikmyndarinnar til að varpa ljósi á annan mikilvægan hlekk í verðmætasköpun sjávarútvegar á Íslandi; löndunarstarfið.
Hér að neðan má sjá myndbandið.