Öryrkjar og eldri borgarar líða margir skort Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2015 19:30 Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt. Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt.
Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47