Lars Lagerbäck gefur KSÍ svar í febrúar | „Við verðum bara bíða og vona," segir Geir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 18:26 Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira