Vilja koma Kevi heim Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Fjölskyldan var flutt í lögreglufylgd af landi brott á fimmtudag Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra. Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra.
Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira