Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi Björt Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:02 Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun