Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi Björt Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:02 Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar