Skilur að það þyki „skjóta skökku við“ að taka á móti fjölda sýrlenskra flóttamanna á meðan öðrum er vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 12:11 Þær Jana og Joula eru sýrlenskar og komu hingað fyrir fjórum mánuðum ásamt foreldrum sínum sem sóttu um hæli. Þeim var hins vegar synjað um efnislega meðferð þar sem fjölskyldan hefur fengið hæli í Grikklandi. vísir/vilhelm Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira