Árni Páll efast um að fjármálaráðherra sé eins og Jesú Kristur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 13:20 Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson. vísir „Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst. Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst.
Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50