Innlent

Flugfélag Íslands selur eina síðustu Fokker-vélina

Bjarki Ármannsson skrifar
Umrædd vél áður en hún tók flugið frá Reykjavíkurflugvelli í síðasta sinn í morgun.
Umrædd vél áður en hún tók flugið frá Reykjavíkurflugvelli í síðasta sinn í morgun. Mynd/Flugfélag Íslands
Flugfélag Íslands hefur gengið frá sölu á Fokker 50 flugvél til félagsins Compagnie Africaine d‘Aviation og tók vélin flugið í síðasta skipti frá Reykjavíkurflugvelli í morgun.

Eftir í flota flugfélagsins eru nú fjórar Fokker 50 vélar sem verða á næstunni seldar. Þegar sú síðasta hættir í notkun lýkur fimmtíu ára sögu Fokker flugvéla hjá Flugfélagi Íslands, en Fokker hætti framleiðslu á vélum sínum fyrir nokkrum árum.

Í byrjun næsta árs verður fyrsta Bombardier Q400 flugvél félagsins tekin í notkun, að því er segir í tilkynnngu frá Flugfélagi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×