Silja Dögg bara talað í sex og hálfa mínútu Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“ Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“
Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira