Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2015 14:34 Búið er að ræða um fjárlög næsta árs í um 90 klukkustundir. Vísir/Ernir Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015 Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira