Kúrdar brutu stóra sókn ISIS á bak aftur Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2015 11:15 Meðlimur Peshmergasveitanna á varðbergi við Mosul. Vísir/AFP Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt. Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira