Lögreglan mælir gegn því að foreldrar hringi í börnin sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Veður á enn eftir að versna.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eitthvað hafi borið á þesskonar símtölum til grunnskólabarna í dag. Lögreglan segir að ekki væsi um börnin í skólanum og að best sé að þau verði þar.
„Þar til að veður fer að skána,“ segir lögreglan.
