Kallaði fyrirspurn um lágt veiðigjald „vitleysisfyrirspurn“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 14:39 Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði Sigmund Davíð forsætisráðherra út í upphæð veiðigjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vísir/Daníel „Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda. Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda.
Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira