Daniele Capriotti, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í blaki, hefur valið fjórtán leikmenn sem keppa í Novotel-bikarnum í Lúxemborg. Þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambands Íslands.
Daniele Capriotti, landsliðsþjálfari er í starfi hjá sterku félagsliði í Póllandi en hann hefur unnið hörðum höndum að því að finna tíma til að hitta lið sitt.
Þetta er þriðja árið í röð sem íslensks kvennalandsliðið tekur þátt í þessu móti sem er mikilvægt í framþróun íslenska liðsins.
Kvennalandsliðið sem fer á Novotel Cup fer út tveimur dögum fyrir mótið og verður í æfingabúðum og æfingaleikjum þar til mótið hefst þann 1. janúar í Lúxemborg. Allt er þetta gert í samráði við Lúxemborg og þjóðirnar því að sameinast í æfingabúðum.
Íslenski landsliðshópurinn hefur breyst talsvert frá því á Smáþjóðaleikunum en þar unnu íslensku stelpurnar bronsverðlaun. Fjórar af fjórtán leikmönnum spila með erlendum liðum.
Novotel Cup er boðsmót sem hefst 1. janúar og stendur til 3. janúar. Mótið er keyrt samhliða samskonar karlamóti. Þátttökuþjóðir eru: Lúxemborg, Liechtenstein, Danmörk og Ísland.
Landsliðshópur Íslands á NOVOTEL CUP 2016:
Elísabet Einarsdóttir, HK
Hanna María Friðriksdóttir, EV Aarhus
Karen Björg Gunnarsdóttir, Afturelding
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Hildur Davíðsdóttir, KA
María Gunnarsdóttir, Þróttur Reykjavík
María Rún Karlsdóttir, Þrótti Nes
Hugrún Óskarsdóttir, Nettersheim
Rósborg Halldórsdóttir, Afturelding
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Ásthildur Gunnarsdóttir, Stjarnan
Rósa Dögg Ægisdóttir, Stjarnan
Hjördís Eiríksdóttir, Winthrop Eagles
Birta Björnsdóttir, Northwood
Daniela Capriotti, aðalþjálfari
Francesco Napoletano, aðstoðarþjálfari
Emil Gunnarsson, aðstoðarþjálfari
Mundína Ásdís Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari
Búið að velja stelpurnar sem keppa úti með landsliðinu eftir jól
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn