Innlent

Hlíðamálin komin til saksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir karlmenn eru grunaður um verknaðinn.
Tveir karlmenn eru grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm
Lögreglan hefur lokið rannsókn á Hlíðarmálunum svokölluðu og eru þau bæði komin til embættis ríkissaksaksóknara. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Bæði málið hafa verið send áfram.“

Sjá einnig: Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana

Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. Þar kom meðal annars fram að um tvo aðskilin mál væri að ræða.

Fyrri brotið sem kært var á að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanema á skemmtistaðnum Austur, í íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á annarri konu að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.

Meðal þess sem lögreglan lagði hald á við húsleit í íbúðinni var svipa og keðja en í skýrslu annarrar konunnar hjá lögreglu kemur fram að annar mannanna hafi bundið hendur hennar saman með keðju og slegið hana með svipu.

Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina.

Báðir mennirnir neita sök og annar mannana hefur kært aðra konuna fyrir nauðgun. Þá hafa báðar konurnar verið kærðar fyrir rangar sakargiftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×