Helgi: Þeir eru ekkert betri en ég Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2015 15:20 Helgi Sveinsson tók við viðurkenningu sinni úr hendi Sveins Áka Lúðvíkssonar, formanns ÍF. Vísir/Vilhelm Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira