Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður Snærós Sindradóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. desember 2015 18:45 Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður. Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00
Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00
Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34