„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 20:35 „Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun. Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13