„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 20:35 „Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun. Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13