Einar Magnús um nöfn á óveðrum: Væri að æra óstöðugan að nefna hverja lægð Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2015 11:28 Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, þá gæti nafngift hjálpað til og auðveldað alla umræðu. Mynd/Belgingur Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira