Snörp orðaskipti og frammíköll á Alþingi: "Nú hitti ég á viðkvæman punkt" Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 17:47 Sigmundur Davíð og Brynhildur Pétursdóttir tókust á á Alþingi í dag. Hægt er að sjá orðaskiptin í spilaranum neðst í fréttinni. Vísir Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira