Leggja til mikla aukningu framlaga til Landspítala og lífeyrisþega Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 20:30 Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira