Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 17:00 Íbúar á suðvesturhorni landsins mega búa sig undir mikið hvassviðri og skafrenning í fyrramálið. Foto: Vísir/Stefán „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55
Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði