Innlent

Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima

Birgir Olgeirsson skrifar
Spáin fyrir morgundaginn er varhugaverð.
Spáin fyrir morgundaginn er varhugaverð.
Spáð er mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu á morgun og er gert ráð fyrir stormi víða á landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir fulla ástæðu til að vara fólk við blindbylnum sem er væntanlegur á morgun en snemma í fyrramálið er gert ráð fyrir hvössum vindi og skafrenningi með tilheyrandi skorti á skyggni. Um eða fyrir hádegi er gert ráð fyrir að byrji að snjóa en gera má ráð fyrir töluverðri ofankomu.

Er fólk hvatt til að kynna sér veðurspá áður en lagt er af stað og þeir sem ekki hafa útbúið bifreiðar sínar til vetraraksturs eiga alls ekki að fara af stað.

Verða skólar opnir í fyrramálið en hvert og eitt foreldri verður að meta hvort að börn skuli fara í skóla eða hvort að þau skuli halda sig heima.

Spáð er blindbyl á morgun og full ástæða til að vara fólk við. Snemma í fyrramálið er gert ráð fyrir hvössum vindi og...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, November 30, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×