Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Kristján Má Unnarsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30