Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Kristján Má Unnarsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30