Gæti orðið svipað óveður á morgun og 6. mars árið 2013 Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 22:40 Veðrið sem er spáð á morgun minnir um margt á óveðrið sem fór yfir landið 6. mars árið 2013. Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00
Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17