Ný náttúruverndarlög rústa þúsund ára sáttmála Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 09:10 Jónasi er ekki skemmt. Óbyggðirnar kalla en þangað komast ferðamenn ekki nema þá á þyrlu. visir/gva „Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“ Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
„Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“