Sagðir hafa komið í veg fyrir harmleik Svavar Hávarðarsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Le Boréal er 10.000 lestir, smíðað árið 2010 – farþegar og áhöfn getur mest talið 400 manns. mynd/EPA/BRITISH MINISTRY OF DEFENCE Mannbjörg varð í erfiðri og flókinni björgunaraðgerð á vegum breska sjó- og flughersins við Falklandseyjar á miðvikudag. Þá kviknaði í vélarrúmi Le Boréal – 10.000 tonna fransks skemmtiferðaskips í eigu fyrirtækisins Compagnie du Ponant – sem krafðist þess að farþegar og áhöfn þurftu að yfirgefa skipið við mjög erfiðar aðstæður. Atvikið er áminning um mikilvægi þess að öflug björgunarmiðstöð sé til staðar fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland, en skipið hefur nokkur undanfarin sumur verið í siglingum við Íslandsstrendur með erlenda farþega og gert út frá Hafnarfirði, en frá Reykjavík síðastliðið sumar. Litlu mátti munaÍ fréttatilkynningu frá breska varnarmálaráðuneytinu kemur fram að mikill eldur kom upp í vélarrúmi skipsins sem varð vélarvana og tók þegar að reka að austurströnd Falklandseyja og var um tíma aðeins þrjár sjómílur frá landi. Þegar voru tvær björgunarþyrlur breska flughersins af Sea King gerð sendar í loftið ásamt tveimur aðstoðarþyrlum, C-130 Hercules-flugvél og Voyager-flugvél til að annast fjarskipti og stjórnun á slysstað. Miklu virðist þó hafa skipt að breska freigátan HMS Clyde, sem er með þyrlu um borð, var á svæðinu. Eins voru tveir stórir hollenskir dráttarbátar þegar sendir af stað til að fyrirbyggja að skipið ræki upp í klettótta strönd Falklandseyja og til að reyna að koma skipinu til hafnar. Alls voru 90 farþegar hífðir um borð í þyrlur frá skipinu og björgunarbátum á sjó. HMS Clyde bjargaði á þriðja hundrað manns úr björgunarbátum. Breski varnarmálaráðherrann, Michael Fallon, segir í fréttatilkynningunni að samhæfðar aðgerðir flota og flughers hafi bjargað fjölmörgum mannslífum og „komið í veg fyrir harmleik“. Fréttablaðið greindi frá því í lok október þegar Ísland, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð undirrituðu samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægi þess. Þá má minna á hugmyndir um stofnun alþjóðlegrar björgunarmiðstöðvar á Íslandi. Alvarleg áminningÁsgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir björgunina á miðvikudaginn minna sterklega á hversu mikilvægt það er að hafa tækjabúnað, þjálfaðan mannskap, áætlanir og alþjóðlegt samstarf til að bregðast við svona atviki því að þrátt fyrir að skemmtiferðaskipin séu í góðu ástandi, nýleg og með viðeigandi öryggisbúnað þá geti atvik sem þessi átt sér stað hvenær sem er og hvar sem er. „Þetta sýnir að samstarfssamningar um leit og björgun á norðurslóðum, samæfingar, eins og haldnar hafa verið undanfarin ár með það að markmiði að æfa viðbrögð við því að skip með fjöldann allan af farþegum verði fyrir skakkaföllum, eru nauðsynlegar og eiga fullan rétt á sér. Þær æfingar hafa m.a. sýnt fram á nauðsyn þess að á hafsvæðinu umhverfis Ísland, á milli Íslands, Grænlands og Svalbarða, er nauðsynlegt að til staðar sé öflug björgunarmiðstöð sem tekið getur á móti og þjónustað björgunartæki, björgunarlið og e.t.v. í framhaldinu skipbrotsfólk sem þarf að koma fyrir áður en hægt er að koma því til síns heima,“ segir Ásgrímur og bætir við að margt megi læra af björgun fólksins um borð í Le Boréal. Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Mannbjörg varð í erfiðri og flókinni björgunaraðgerð á vegum breska sjó- og flughersins við Falklandseyjar á miðvikudag. Þá kviknaði í vélarrúmi Le Boréal – 10.000 tonna fransks skemmtiferðaskips í eigu fyrirtækisins Compagnie du Ponant – sem krafðist þess að farþegar og áhöfn þurftu að yfirgefa skipið við mjög erfiðar aðstæður. Atvikið er áminning um mikilvægi þess að öflug björgunarmiðstöð sé til staðar fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland, en skipið hefur nokkur undanfarin sumur verið í siglingum við Íslandsstrendur með erlenda farþega og gert út frá Hafnarfirði, en frá Reykjavík síðastliðið sumar. Litlu mátti munaÍ fréttatilkynningu frá breska varnarmálaráðuneytinu kemur fram að mikill eldur kom upp í vélarrúmi skipsins sem varð vélarvana og tók þegar að reka að austurströnd Falklandseyja og var um tíma aðeins þrjár sjómílur frá landi. Þegar voru tvær björgunarþyrlur breska flughersins af Sea King gerð sendar í loftið ásamt tveimur aðstoðarþyrlum, C-130 Hercules-flugvél og Voyager-flugvél til að annast fjarskipti og stjórnun á slysstað. Miklu virðist þó hafa skipt að breska freigátan HMS Clyde, sem er með þyrlu um borð, var á svæðinu. Eins voru tveir stórir hollenskir dráttarbátar þegar sendir af stað til að fyrirbyggja að skipið ræki upp í klettótta strönd Falklandseyja og til að reyna að koma skipinu til hafnar. Alls voru 90 farþegar hífðir um borð í þyrlur frá skipinu og björgunarbátum á sjó. HMS Clyde bjargaði á þriðja hundrað manns úr björgunarbátum. Breski varnarmálaráðherrann, Michael Fallon, segir í fréttatilkynningunni að samhæfðar aðgerðir flota og flughers hafi bjargað fjölmörgum mannslífum og „komið í veg fyrir harmleik“. Fréttablaðið greindi frá því í lok október þegar Ísland, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð undirrituðu samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægi þess. Þá má minna á hugmyndir um stofnun alþjóðlegrar björgunarmiðstöðvar á Íslandi. Alvarleg áminningÁsgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir björgunina á miðvikudaginn minna sterklega á hversu mikilvægt það er að hafa tækjabúnað, þjálfaðan mannskap, áætlanir og alþjóðlegt samstarf til að bregðast við svona atviki því að þrátt fyrir að skemmtiferðaskipin séu í góðu ástandi, nýleg og með viðeigandi öryggisbúnað þá geti atvik sem þessi átt sér stað hvenær sem er og hvar sem er. „Þetta sýnir að samstarfssamningar um leit og björgun á norðurslóðum, samæfingar, eins og haldnar hafa verið undanfarin ár með það að markmiði að æfa viðbrögð við því að skip með fjöldann allan af farþegum verði fyrir skakkaföllum, eru nauðsynlegar og eiga fullan rétt á sér. Þær æfingar hafa m.a. sýnt fram á nauðsyn þess að á hafsvæðinu umhverfis Ísland, á milli Íslands, Grænlands og Svalbarða, er nauðsynlegt að til staðar sé öflug björgunarmiðstöð sem tekið getur á móti og þjónustað björgunartæki, björgunarlið og e.t.v. í framhaldinu skipbrotsfólk sem þarf að koma fyrir áður en hægt er að koma því til síns heima,“ segir Ásgrímur og bætir við að margt megi læra af björgun fólksins um borð í Le Boréal.
Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira