Illugi svarar engu um 1,2 milljóna greiðslur til OG Capital Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 10:25 Í svari sínu ítrekar Illugi þá afstöðu sína að hafa ekkert meira til að opinbera eða svara. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00
Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15